Hér eru myndir og lýsingar á minnisvörðum á Snæfellsnesi og í Dölum

Vatnaleið
Vatnaleið
Vatnaleið

Vatnaleið á Snæfellsnesi

Vígsla 2. nóvember 2001
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra.


Ari fróði Þorgilsson (1058-1148) 
Ari fróði
Ari fróði

Ari fróði

Minnisvarðinn var afhjúpaður sumarið 1981. Hann stendur á Staðarstað á Snæfellsnesi.

En hvatki er missagt er í fræðum þessum þá er skylt að hafa það heldur er sannara reynist.

Ari prestur hinn fróði Þorgilsson Gellissonar ritaði fyrstur manna hér á landi að norrænu máli fræði, bæði forna og nýja.  [Snorri Sturluson]


Guðmundur Bergþórsson (1657-1705)
Guðmundur Bergþórsson

Minnisvarðinn stendur á Arnarstapa.

Annar minnisvarði um Guðmund Bergþórsson er við Stapa á Vatnsnesi.

Með þessum minnisvarða er minnst þeirra alþýðuskálda sem með rímnakveðskap sínum studdu drjúgt að áhuga almennings á skáldskap og fróðleik. Guðmundur Bergþórsson er góður fulltrúi þessa hóps sem mikilvirkasta rímnaskáld sinnar tíðar, en eftir hann hafa varðveist í handritum þrettán rímnaflokkar, auk þess sem vitað er af tveimur sem hafa glatast. Hann orti einnig fjölda kvæða um margvísleg efni svo sem Heimspekingaskóla og Vinarspegil.

Telja má ótrúlegt hvað Guðmundi hefur tekist þrátt fyrir mikla fötlun, ævi hans er um margt raunasaga en um leið saga mikilla sigra. Hann var aðeins fjögurra ára þegar hann veiktist með þeim afleiðingum að síðan var hann lamaður að mestu leyti neðan við háls og mjög krepptur. Segja má að einu líkamspartar hans sem voru heilir væru höfuðið og vinstri hönd upp að olnboga. Þrátt fyrir fötlunina og vegna gáfna sinna og fróðleiksfýsnar, tókst honum á unga aldri að læra að lesa og skrifa og síðan að afla sér ýmislegs fróðleiks. Guðmundur var oft fenginn til að kenna börnum og hafði lífsviðurværi sitt af því ásamt kveðskapnum og uppskriftum sem hann tók að sér fyrir aðra. Hann bjó mikinn hluta ævinnar á Snæfellsnesi, lengst hér á Arnarstapa.

Guðmundur varð þekkt skáld á sinni tíð og vinsældir hans sjást af því að rímur hans og kvæði hafa varðveist í fjölda handrita. Þó eru aðeins einar rímur hans varðveittar í eiginhandarriti, en það eru Olgeirs rímur danska sem hann orti 23 ára gamall. Annað merki um að Guðmundur varð fljótt þekktur eru þær þjóðsögur sem um hann hafa myndast, en auk þess að fjalla um ástæður fyrir fötlun hans og tilraunir til lækninga, skipa þær honum meðal kraftaskálda og kunnáttumanna, og bera þannig vott um virðingu samtíðarmanna hans. Ein sagan eignar til dæmis Jóni Vídalín þessa vísu um Guðmund:

Heiðarlegur hjörva grér
hlaðinn mennt og sóma 

yfir hann ég ekkert ber
utan hempu tóma. 

Guðmundar er hér minnst sem manns sem sem hóf sig upp yfir líkamlega fötlun sína með mörgum andans sigrum. Því ætti jafnframt að líta á minnisvarðann sem hvatningu til þeirra sem búa við erfiðleika vegna fötlunar og sem áminningu til hinna sem betur standa. Minnisvarðinn er eftir Pál Guðmundsson á Húsafelli og stendur á Arnarstapa.og reistur árið 2011 af Kvæðamannafélaginu Iðunni og Öryrkjabandalagi Íslands. [Texti á upplýsingaskilti við minnisvarðann]


Hellissandur – Rif

Friðþjófur B. Guðmundsson (1904-1987) 
Halldóra G. Kristleifsdóttir (1912-1999)
Rif
Friðþjófur Guðmundsson

Minnisvarði um Friðþjóf B. Guðmundsson (1904-1987) útvegsbónda og
Halldóru G. Kristleifsdóttur (1912-1999), húsmóður. 

Þau voru útvegsbændur á Rifi, en Friðþjófur gerði út frá Krossavík og gekk hann frá Rifi í Krossavík. Halldóra stjórnaði búinu á meðan Friðþjófur stundaði sjóinn.


Eggert Ólafsson (1726-1768) – Ingibjörg Guðmundsdóttir (1733-1768)
Eggert Ólafsson

Minnisvarði um Eggert Ólafsson 1726-1768 og Ingibjörgu Guðmundsdóttur 1733-1768
frá Ingjaldshóli.

Eggert Ólafsson fæddist í Svefneyjum á Breiðafirði 1.12. 1726, sonur Ólafs Gunnlaugssonar bónda og Ragnhildar Sigurðardóttur húsfreyju.

Eggert lærði hjá móðurbróður sínum, Sigurði presti í Flatey, og var í fóstri hjá öðrum móðurbróður, Guðmundi, sýslumanni á Ingjaldshóli.

Eggert lauk stúdentsprófi í Skálholti, stundaði nám í heimspeki og náttúrufræði við Hafnarháskóla, þótti frábær námsmaður, las m.a. forn, þjóðleg fræði, málfræði, lögfræði og búfræði, var lærður í latínu og grísku og talaði dönsku, sænsku, ensku, þýsku og frönsku.

Á árunum 1752-57 fóru Eggert og Bjarni Pálsson, síðar landlæknir, rannsóknarferð um Ísland. Afraksturinn er Ferðabók Eggerts og Bjarna Pálssonar sem Eggert samdi á dönsku og að mestu leyti einn. Ritið er viðamikil lýsing á náttúru landsins og gæðum, og greinargerð um íslenskt þjóðlíf og landshagi.

Eggert var skipaður varalögmaður sunnan og austan 1767. Hann lét þá byggja upp jörð sína, Hofsstaði í Eyjahreppi, og ákvað að setjast þar að. Sama haust kvæntist hann Ingibjörgu, dóttur Guðmundar, móðurbróður síns. Þau héldu veglega brúðkaupsveislu að fornum sið í Reykholti, og dvöldu um veturinn í Sauðlauksdal hjá séra Birni Halldórssyni, mági Eggerts. Um vorið héldu þau áleiðis að Hofsstöðum en fórust í aftakaveðri á Breiðafirði. Má segja að þjóðin öll hafi syrgt Eggert enda mikils af honum vænst.

Eggert var framfarasinni og upplýsingarmaður en jafnframt þjóðernissinnaður. Hann trúði á land, þjóð og framtíð og því mikilvægur fyrirrennari Baldvins Einarssonar og Fjölnismanna sem höfðu hann í ýmsu að fyrirmynd.

Af skáldskap Eggerts er Búnaðarbálkur hans þekktastur sem ber fyrst og fremst að skoða sem boðskap í bundnu máli. Hins vegar hafa aðrir ort um hann fögur ljóð, s.s. Matthías Jochumsson, Matthías Johannessen og Jónas Hallgrímsson.

Minnisvarðinn er eftir Pál Guðmundsson á Húsafelli og stendur við Ingjaldshólskirkju


Kristjón Jónsson (1897-1983)
Kristján Jónsson Hellissandur
Kristjón Jónsson Hellissandur

Steinn þessi er reistur til minningar um Kristjón Jónsson sjómann frá Gilsbakka, Hellissandi en hann hefði orðið 100 ára 2. janúar 1997.
Hann hóf hér skógræktarstarf árið 1950 af mikilli þrautsegju.
Reistur 1997. 

Steinnin stendur í skógræktinni í Tröð, Hellissandi


Ólafsvík

Eliníus Jónsson (1878-1966)
Eleníus Jónsson

Til minningar um Eliníus Jónsson
bátaformann og síðar kaupfélagsstjóra í Ólafsvík
f. 1878  d. 1966.

Er utan á húsi kaupfélgsins í Ólafsvík


Ottó A. Árnason (1908-1977)
Ottó A. Árnason
Ottó A. Árnason Ólafsvík

Ottó A. Árnason
Nýjabæ, Ólafsvík  f. 4.8.1908 – d. 6.9.1977.
Skáld og menningarfrömuður 
U.M.F. Víkingur – verkalýðsfélagið – taflfélagið – sundkennsla – bíósýningar – stúkan.

Því kallinn við fossinn er klettur eða steinn
sem standa mun um aldir stoltur og einn.   O.A.Á.

Minnisvarðinn er gerður af Páli Guðmundssyni á Húsafelli og efniviðurinn er steinn sem tekinn var á Jökulhálsi.

Minnisvarðinn var afhjúpaður og afhentur haustið 2004. Hann stendur við Gilið í Ólafsvík.


Minning um ástvini í fjarlægð
Ólafsvík - drukknaðir

Minning um ástvini í fjarlægð

“Því að yður er ætlað fyrirheitið.
Börnum yðar og öllum þeim,
sem í fjarlægð eru.
Öllum þeim, sem Drottinn 
Guð vor kallar til sín”
.
(Post 2:39)

Minnisvarðinn var afhjúpaður á Sjómannadaginn árið 2004 og er hann eftir Sigurð Guðmundsson.

Minnisvarðinn stendur við kirkjugarðinn í Ólafsvík.


Minnisvarði um drukknaða sjómenn
Ólafsvík

Minnisvarði um drukknaða sjómenn

Á minnisvarðanum eru skildir með nöfnum sjómanna sem farist hafa með bátum sínum. 
Bátarnir eru
Bervík SH 43 (5); Svanborg SH 404 (3); Sæborg SH 377 (1); Framtíðin (3)

Styttan og sjómannagarðurinn eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal 1961.

Sjómannagarðurinn í miðbæ Ólafsvíkur.


Grundarfjörður
Stykkishólmur
Minnisvarði um drukknaða
Drukknaðir - Stykkishólmur
Á heimleið (1994)

,,Kirkja er okkur ströndin
og hafið og fjallið,
guðspjall dagsinsvanmáttur mannsins
í lífi og dauða. 
 [Jón úr Vör]”

Listaverk í minningu sjómanna gert af Grími Marinó Steindórssyni.

Verkið stendur við höfnina í Stykkishólmi. Það var afhjúpað af Vigdísi Finnbogadóttur forseta á Sjómannadaginn 1994. 


Sjómaðurinn
Sjómaðurinn
Sjómaðurinn - Stykkishólmur

Til minningar um áhafnarmeðlimi mótorbátsins Blika sem fórst með allri áhöfn í óveðri 28. janúar 1924.
Sigvaldi Valentínusson, skipstjóri; Þorvarður HelgasonKristján BjarnasonHannes Gíslason; Guðjón Þ. GuðlaugssonKristinn Sigurðsson; Guðmundur Stefánsson.
Blessuð sé minning þeirra. [Texti á skilti

Verkið er eftir Pál Guðmundsson á Húsafelli og stendur við höfnina í Stykkishólmi.


Klakkur
Árni Thorlacius
Árni Thorlacius (1802-1891)

Árni Thorlacius kaupmaður í Stykkishólmi, fæddur 1802, dáinn 1891.
Hans er minnst fyrir að hefja veðurathuganir í Stykkishólmi 1845.Það eru elstu samfelldu veðurathuganir á Íslandi. Minnisvarðinn, sem er gerður af Helga Gíslasyni myndhöggvara og stendur við höfnina í Stykkishólmi, var afhjúpaður árið 1989. Minnisvarðinn ber nafnið Klakkur


Dalir

Dalasýsla

Búðardalur

Dalasýsla hefur um aldir staðið saman af 8-9 hreppum:
Hörðudalshreppi, Miðdalahreppi, Haukadalshreppi, Laxárdalshreppi, Hvammssveitarhreppi, Fellsstrandarhreppi, Klofningshreppi, Skarðsstrandarhreppi og Saurbæjarhreppi.

Árið 1986 sameinuðust Klofningsheppur að Klofningi Fellsstrandarhreppi og Klofningshreppur utan Klofnings Skarðsstrandarhreppi.

Árið 1994 varð Dalabyggð til sem sveitarfélag við sameiningu allra heppaí Dalasýslu utan Saurbæjarhrepps.

Skógarstrandarhreppur sameinaðist síðan Dalabyggð 1988.

Saurbæjarhreppur sameinaðist Dalabyggð 2006 og varð þá Dalasýsla eitt sveitarfélag.

Íbúar í Dalasýslu 1910 voru 2292 en 717 í júní 2006. [Skilti]