Gunnfríður Jónsdóttir myndhöggvari var fædd 26. desember 1889. Hún var frá Kirkjubæ í Húnavatnssýslu og voru foreldrar hennar Halldóra Einarsdóttir Andréssonar og Jón Jónsson. Gunnfríður fékk drep í fót átta ára gömul og útvortis berkla. Hún fór 19 ára í Kvennaskólann á Blönduósi. Hún lærði síðar kjólasaum og var fjögur ár í Reykjavík en fór til Stokkhólms 1919. Þar saumaði hún fyrir efnafjölskyldur og fékk hátt kaup og var þar í fimm ár og fór þaðan til Kaupmannahafnar, Berlínar og Parísar.
Gunnfríður kynntist Ásmundi Sveinssyni myndhöggvara í Reykjavík en þau urðu samskipa til Kaupmannahafnar árið 1919 og dvaldi Gunnfríður þar í áratug. Þau Ásmundur giftust árið 1924 og vann fyrir þeim báðum eð saumaskap þar til hann lauk námi. Hér heima bjó hún og starfaði á Freyjugötu 41 en þar er í dag Ásmundarsalur.
Gunnfríður lést 15. maí 1968 og var jarðsett í kirkjugarði Strandakirkju.
Gunnfríður gerði sína fyrstu höggmynd um fertugt en það var styttan “Dreymandi drengur”.
Hún gerði einnig brjóstmynd af Sigurjóni Péturssyni í Álafossi en sú mynd stendur í brekkunni ofan við sundlaugina á Álafossi.
Meðal verka Gunnfríðar er minnisvarði við Strandakirkju um kraftaverkið í Engilsvík en það er höggmynd úr ljósu graníti sem sýnir hvítklædda konu benda sjómönnum í sjávarháska inn í Engilsvík. [Wikipedia]
Guðmundur Arason biskup.
Listaverkið er á Hólum í Hjaltadal
Landnámskona
Verkið stendur í Hljómskálagarðinum
Landsýn
Verkið stendur við Strandarkirkju við Engilsvík í Selvogi
Á heimleið
Listaverkið stendur í Hljómskálagarðinum
Sigurjón Pétursson
Verkið er í Álafosskvos
Gert 26. okt. 2024