Minnisvarðar í Rangárvallasýslu
Við Hrafntinnusker

Ido Keinan (1979-2004)
In loving memory of Ido Keinan who passed away in a blizzard
so close to the safe hut nearby yet so far at only 25 years old.
June 27th 2004.
Varðan er við Hrafntinnusker, innan við 30 mínútna gang frá sæluhúsinu
Bormenn Íslands

Reist af Bormönnum Íslands
(Starfsmönnum Jarðborana ríkisins) 1968


Minnisvarðinn stendur skammt frá Sigölduvirkjun
Gunnarsholt
Gunnlaugur Kristmundsson (1880-1949)

Gunnlaugur fæddist 26. júní 1880 á Þverá í Núpsdal, V-Hún., hann lést 19. nóvember 1949.
Gunnlaugur Kristmundsson var sandgræðslustjóri árin 1907-1947.
Þegar hann tók til starfa var öflugasta leiðin til að hindra framrás sandsins að hlaða grjótgarða eða sandvarnargarða og melgresi var síðan sáð í skjóli garðanna til að binda sandinn.
Stofnunin hefur nú starfað frá 1907, hét fyrst Sandgræðsla Íslands, svo Landgræðsla ríkisins og nú Landgræðslan.
Brjóstmyndina og minnisvarðann sjálfan gerði Ríkarður Jónsson og stendur hann í Gunnarsholti. Varðinn var afhjúpaður í Gunnarsholti 26. júlí 1951. Vinir Gunnlaugs úr Hafnarfirði, nokkrir Rangæinga o. fl. fluttu þar ávörp.
Gunnlaugur Kristmundsson mun ávallt verða talinn einn mesti og bezti sonur Íslands í ræktunarmálum þjóðarinnar. [Sandgræðslan 50 ára; Sveinn Runólfsson].
Minnisvarði um Gunnlaug og systkini hans er í Systkinalundi við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði.
Páll Sveinsson (1919-1972)

Páll Sveinsson var sandgræðslustjóri og síðar landgræðslustjóri frá 1954 til 1972. Hann tók við af Runólfi bróður sínum og gegndi starfinu til æviloka.
Vart var stingandi strá í Gunnarsholti er þeir bræður, Runólfur og Páll, hófu þar ræktun og uppbyggingu árið 1947. Þeir breyttu þar örfoka hraunbreiðum og svörtum söndum í iðgræn tún og langstærsta holdanauta- og fjárbú sem nokkurn tíma hefur verið starfrækt á Íslandi.
Þá vann Páll í samvinnu við bændur að uppgræðslu á Skógasandi, Sólheimasandi og víða í Austur-Skaftafellssýslu. Hann hóf einnig notkun flugvéla við dreifingu fræs og áburðar í góðri samvinnu við flugmenn sem gáfu vinnu sína við þessi störf. Þegar landgræðsluvélin, Douglas DC 3, var tekin í notkun, 1973, þótti því við hæfi að hún bæri nafn hans. {Friðrik G. Olgeirsson: Ræktun fólks og foldar. Rv. 2009.]
Ragnar Kjartansson gerði brjóstmyndina. Minnisvarðinn stendur í Gunnarsholti
Runólfur Sveinsson (1909-1954)

Runólfur Sveinsson var sandgræðslustjóri frá vori 1947 til 4. febrúar 1954. Runólfur var fæddur að Ásum í Skaftártungu 27. desember 1909, sonur hjónanna Sveins Sveinssonar bónda og Jóhönnu M. Sigurðardóttur. Hann lést af slysförum 4. febrúar 1954.
Ríkarður Jónsson gerði brjóstmyndina. Minnisvarðinn stendur í Gunnarholti. Annar minnisvarði um Runólf Sveinsson er á Hvanneyri.
Runólfur Sveinsson (1909-1954) – Valgerður Halldórsdóttir

Minningarlundur um Runólf Sveinsson landgræðslustjóra og Valgerði Halldórsdóttur frá Hvanneyri, ræktaður af niðjum þeirra og vandamönnum. Júní 1990.


Jóhanna M. Sigurðardóttir – f. 21. 10. 1879 – d. 2. 6. 1968
Sveinn Sveinsson – f. 5. 12. 1875 – d. 4. 1. 1965
Þessir minnisvarðar eru í gróðurlundi austan við Gunnarsholt. Aðrir minnisvarðar um Runólf Sveinsson eru í Gunnarsholti og á Hvanneyri. Sjá hér að ofan.
Kirkja í Gunnarsholti

Péturskirkja stóð í Gunnarsholti frá öndverðri kristni á Íslandi til ársins 1837.
Allt hold er sem gras og öll vegsemd þess sem blóm á grasi, grasið skrælnar og blómið fellur en orð Drottins varir að eilífu. 1. Pétursbréf, 1:24-25. [Áletrun á steininum]
Oddi

Í minningu þeirra sem hvíla fjarri þessum grafreit.
Ljós er þar yfir
sem látinn hvílir. – Matthías Jochumsson
Steinninn er í kirkjugarðinum í Odda
Landsveit

Þessi steinn stendur við Skarð í Landsveit. Á steininum er skjöldur og á honum stendur:
“Með vinsemd og virðingu til handa húsbændunum
Skarð, Landsveit
Með þökk fyrir allt
Vinnufólkið 1950-1999.”
Eyjólfur Guðmundsson (1857-1940)

Eyjólfur Guðmundsson landshöfðingi,
bóndi í Hvammi á Landi
1857-1940.
Oddviti Landmannahrepps í 56 ár.
Baráttumaður fyrir uppgræðslu og stöðvun landfoks.
Forgöngumaður um nýtingu fallvatna til raforkuframleiðslu.
Minnisvarði reistur á 150 ára afmæli Eyjólfs hinn 3. desember 2007 af
Rangárþingi ytra, Landgræslu ríkisins í Gunnarsholti, Landsvirkjun og
Heklusetrina Leirubakka.
Lágmyndin er eftir Ríkarð Jónsson.
Minnisvarðinn stendur við Brúarlund á Landi.

Guðni Jónsson 1901-1974

Guðni Jónsson Prófessor 1901 – 1974
Dr. Guðni Jónsson var einn áhrifamesti og mikilvirkasti sagnfræðingur og útgefandi íslenskra fræða á 20. öld. Hann ólst upp á Leirubakka þar sem hann kynntist þjóðfræði og fornri menningu Íslendinga. Það mótaði líf hans og lagði grunninn að ævistarfinu.
Minnisvarðinn stendur í hlaðinu á Leirubakka í Landsveit.

Guðmundur Guðmundsson 1874-1919

Guðmundur Guðmundsson skólaskáld
frá Hrólfsskála í Landsveit.
f. 5.9.1874 – d. 19.3.1919
Vormenn Íslands yðar bíða
eyðiflákar, heiðalönd.
Komið grænum skógi að skrýða
skriður berar sendna strönd.
Minnisvarðinn stendur við Laugaland á Landi

Áshildarmýri

Áshildarmýri er gróðurfláki og í jaðri hans að norðan er hraunhóll sem heitir Áshildarhóll. Örnefni eru dregin af nafni Áshildar á Ólafsvöllum, konu Ólafs tvennumbrúna landnámsmanns. Áshildur og Ólafur bjuggu á Ólafsvöllum og synir þeirra voru Ólafur og Þórður.
Ólafur tvennumbrúni sigldi frá Lofoten í Noregi, hann nam Skeið öll milli Þjórsár og Hvítár niður til Sandlækjar. “Hann var hamrammur mjög” segir Landnámabók. Hann liggur í Brúnahaugi undir Vörðufelli.

Áshildarmýrarsamþykkt.
Á Áshildarhól var þing- eða fundarstaður. Árið 1496 söfnuðust bændur úr Árnesþingi þar saman til að mótmæla ánauð og kúgun danskra yfirvalda. Þeir komu sér saman um samþykkt kennda við Áshildarmýri. Í skjalinu er þess krafist að forn réttindi frá 1262 séu virt, lagaleysi og ofsóknum erlendara valdsmanna mótmælt og krafist að helstu landsstjórnendur séu íslenskir. Þessi mótmæli gegn erlendu valdi voru talin mjög mikilvæg og vitnað til samþykktarinnar í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar löngu seinna.
Bræðurnir Þórður og Valdimar Guðmundssynir gáfu Árnesingafélaginu í Reykjavík landspildu við Áshildrmýri til að reisa þar minnismerki og til friðunar sumarið 1945. Þórður Guðmundsson frá Kílhrauni gaf félaginu landspildu til viðbótar við reitinn 201(?) í minningu föður síns og upphaflegra gefenda, afa síns og afabróður. Félagið reisti hér minnisvarða sem vígður var árið 1948. Árnesingafélagið gróðursetti hér trjáplöntur á hverju ári um áratuga skeið. Reiturinn var afhentur Héraðsnefnd Árnesinga til varðveislu og viðhalds árið 2017. [Texti á upplýsingaskiltum.]
Hella
Ingólfur Jónsson (1909-1984) á Hellu

Ingólfur Jónsson
Kaupfélagsstjóri, alþingismaður og ráðherra
Verkið er eftir Helga Gíslason.
Stendur á Hellu við Ytri-Rangá.
Sigurður Haraldsson (1919-1998)

Og knapinn á hestbaki er kóngur um stund
kórónulaus á hann ríki og álfur.
Sigurður Haraldsson bóndi í Kirkjubæ.
Sunnlenskir hestamenn minnast með þökk og virðingu verka þinna í þágu hestamennskunnar, með því að reisa þennan minnisvarða hér á Gaddstaðaflötum árið 2004.
Minnisvarðinn stendur á Gaddstaðaflötum við Hellu.
Þorsteinn Björnsson (1886-1973)


Þorsteinn Björnsson, f. 10.12.1886
Reisti fyrstur hús á Hellu 1927.
Stendur á Hellu við Ytri-Rangá.
Búnaðarbanki Íslands

Búnaðarbanki Íslands
Útibúið Hellu opnað 21. mars 1964 Skjöldur á stöpli framan við húsið.
Hvolsvöllur
Þeir sem fjarri hvíla


Í minningu þeirra sem hvíla fjarri þessum grafreit
Þótt ég lyfti mér á vængi morgunroðans
og settist við hið ysta haf,
einnig þar mundi hönd þín leiða mig
og hægri hönd þín leiða mig.
Davíðssálmur 139
Minnisvarðinn stendur í nýja kirkjugarðinum á Hvolsvelli.

Elías Tómasson 1922-2002

Elías Tómasson frá Uppsölum
Til minningar um Elías Tómasson frá Uppsölum.
F. 14.3.1922 – d. 16.10.2002
Elías gaf hönnun og framkvæmd þessa garðs við Kirkjuhvol í minningu foreldra sinna.
Garðurinn var vígður í ágúst 2005.
Steininn stendur í garðinum við Kirkjuhvol, hjúkrunar- og dvalarheimili á Hvolsvelli.

Markús Runólfsson 1928-2002

Markús Runólfsson, Langagerði
Aðalhvatamaður og rekstrarstjóri Kirkjuhvols frá 1985-1998.
F. 25.6.1928 – d. 9.3.2002.
Þann 14. júní 2015 var aðstandendadagur á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli. Þar var Markúsar Runólfssonar frá Langagerði minnst sérstaklega.
Dagurinn var sérstaklega hátíðlegur en Kirkjuhvoll fagnar 30 ára starfsafmæli í ár og í tilefni þess var dagurinn með afmælisívafi. Gestum og íbúum Kirkjuhvols var m.a. boðið upp á kaffi og tertur og tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Rangæinga og var margt um manninn.
Einn af hápunktum dagsins var þegar gestir minntust Markúsar Runólfssonar frá Langagerði en hann var mikill brautryðjandi þegar hann lagði grunn að heimilinu og rak það fyrstu árin.
Í tilefni af 30 ára afmælinu, 14. júní 2015, var minningarsteinn um Markús afhjúpaður.
[Sunnlenska, 27.6.2015.]
Minningarsteinninn stendur við Kirkjuhvol, hjúkrunar- og dvalarheimili á Hvolsvelli.

Pálmi Eyjólfsson (1920-2005)

Pálmalundur
Trjánum í þennan lund var plantað í tilefni af 70 ára afmæli
Pálma Eyjólfssonar, 22. júlí 1990.
Þar sem æskan vill byggja og búa
bjartsýn framtíð er niðjunum tryggð.
Með þeim vorhug skal vinna og trúa,
vera samtaka, efla okkar byggð. (PE)
Aðalhvatamaður að stofnun Pálmalundar var Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir f.v. verkalýðsleiðtogi og alþingismaður.

Fljótshlíð
Guðbjörg A. Þorleifsdóttir (1870-1958)

Guðbjörg A. Þorleifsdóttir
Múlakoti,
gerði garðinn 1897
Minnisvarðinn stendur í garðinum við Múlakot í Fljótshlíð
Tómas Sæmundsson (1807-1841)

Tómas Sæmundsson (1807-1841)
Fjölnismaður.
Minnisvarðinn er í Breiðabólstaðarkirkjugarði í Fljótshlíð.
Minnisvarðinn er um 1,4 tonn að þyngd og var honum komið fyrir í kirkjugarðinum árið 1855 og hefur verið töluverð vinna að koma honum þangað.
Nánar er sagt frá minnisvarðanum í dagbók Björns Bjarnasonar




Þorsteinn Erlingsson (1858-1914)

Þorsteinn Erlingsson
1858-1914
Mig langar að sá enga lýgi þar finni,
sem lokar að síðustu bókinni minni.
Reist að tilhlutan Rangæingafélagsins í Reykjavík 1958
Brjóstmyndin er eftir Nínu Sæmundsson myndhöggvara.
Minnisvarðinn stendur við fossinn Drífanda í Fljótshlíð.
Óskar Sigurjónsson (1925-2012)

Til minningar um Óskar Sigurjónsson
f. 16.8.1925 – d. 10.10.2012
forstjóra Austurleiðar h/f og frumkvöðul í ferðaþjónustu.
Þann 16. ágúst sl. var afhjúpaður minnisvarði um Óskar Sigurjónsson í Húsadal í Þórsmörk. Það var fjölskylda Óskars og gamlir starfsmenn Austurleiðar sem komu saman til að fagna þessum viðburði og eiga saman stund í náttúrufegurðinni í Þórsmörk.

Þorvaldseyri

Þorvaldseyri 1906-2006
Ólafur Pálsson f. 9.4.1877 – d. 29.12.1951
Sigríður Ólafsdóttir f. 26.5.1878 – d. 21.6.1961
Ólafur festi kaup á Þorvaldseyri þann 20. maí 1906.
,,Hann hafði keypt höfuðból fyrir miðjan dag handa sjálfum sér og niðjum sínum um ófyrirsjáanlega framtíð”.
Ólafur og Sigríður bjuggu á Þorvaldseyri til ársins 1949. [Texti á skilti]


Minnisvarðinn stendur á Þorvaldseyri.
Skógar
Jón Jósep Jóhannesson (1921-1981)

Til minningar um Jón Jósep Jóhannesson
f. 11.3.1921 d. 5.5 1981.
Kennari og skógræktarfrömuður.
Jón var aðal hvatamaður að skógrækt í hlíðunum ofan við Skógaskóla.
Vorið 1950 hófu nemendur að gróðursetja tré undir stjórn Jóns Jóseps.
“Hvað ungur nemur gamall temur.”
Nemendur 1949-1950.
Minnisvarðinn stendur í skóginum í hlíðunum ofan við Skógaskóla
Sigurður Einarsson (1899-1967)

Séra Sigurður Einarsson skáld í Holti
f. 29.10.1899, d. 23.2.1967
Komið heil, komið heil til Skóga
hér heilsa störfin tvenn og þrenn,
– og börn á gamla Ísland enn,
sem ætla sér að verða menn.

Vangamyndin eftir Ragnhildi Stefánsdóttur (RS1988).
Minnisvarðinn stendur í hlíðunum ofan við Skógaskóla.
Þorsteinn Erlingsson (1858-1914)

Þorsteinn Erlingsson fæddur að Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum 1858 – d. 1914.
Jeg trúi því sannleiki
að sigurinn þinn
að síðustu vegina jafni.
Brjóstmyndin er eftir Ríkarð Jónsson (1960)
Minnisvarðinn stendur í hlíðunum ofan við Skógaskóla
Halldór Jón Stefánsson (1831-1901) – Geirlaug Einarsdóttir (1835-1910)

Minning: Rauðafellshjónin
Halldór Jón Stefánsson f. 1.6.1831 – d. 16.5.1901
Geirlaug Einarsdóttir, f. 16.7.1835 – d. 22.5.1910.

Leiðið er týnt. Finnst ekki.
Björgvin Árni Ólafsson fæddur að Álftarhóli í Austur-Landeyjum 9.3.1917 gerði töflu þessa um afa og ömmu úr föðurætt sinni 1994.
Minningarskjöldurinn stendur í Eyvindarhólakirkjugarði
Kirkja í Holti undir Eyjafjöllum

Minnismerki um Holtskirkju reist af sóknarbörnum Ásólfsskálasóknar árið 1939.
Kirkja var lögð niður í Holti árið 1889 og flutt að Ásólfsskála. Í stað kirkjunnar var reist minnismerki til minningar um Holtskirkju. Kirkjan skekktist á grunni í óveðri árið 1888 og þess vegna var ákveðið að byggja hana frekar að Ásólfsskála en endurbyggja að Holti. Á Ásólfsskála hafði verið kirkja í kaþólsku.
,,Merkið er 4.25 m á hæð, fjórstallað með með stöplum og súlum á hliðum og krossi efst. Múrhúðað með silfurbergi og kvarzi og hrafntinnu neðst.”
,,Hinn gamli kirkjugarður í Holti er vel hirtur og er nú unnið að því að gera hann að skrúðgarði. Og nú er minnismerkið risið í miðjum garðinum. Annaðist Kornelíus Sigmundsson múrarameistari byggingu þess eftir fyrirsögn sóknarprestsins og er verk hans prýðilega af hendi leyst. Sunnudaginn 8. [okt. 1939] fór svo fram merkileg og sérstæð guðsþjónusta í Holti. For hún fram við merkið í garðinum. Afhjúpaði sóknarprestur minnismerkið og kom þá í ljós þessi áletrun á neðsta stalli merkisins: ,,Til minningar um Holtskirkju og þá sem í þessum reit eru grafnir. Reist af sóknarfólki í Ásólfsskálasókn 1939.” [Úr grein eftir Sigurgeir Sigurðsson. Kirkjuritið, 5(9):408.]


Eins og sjá má af lýsingunni í Kirkjuritinu og myndunum hefur minnismerkinu verið breytt nokkuð en hæðin og lagið er það sama. Þó virðist hafa verið fyllt upp í bil á milli fjögurra súlna sem stóðu frítt við miðju merkisins. Þannig að því hefur verið nokkuð breytt frá upphaflegu útliti.
Minnismerkið hefur verið málað og áletrunin á skildinum er ekki sú sama og upphaflega lýsingin gefur til kynna. Hvar upphaflegi skjöldurinn er veit ég ekki.
Gert 30. júní 2025
Lagað 1. júlí 2025.