Næsta sunnudag, 27. mars, sem er síðast sunnudagur mars-mánaðar er göngudagur hjá okkur MA-ingum.
Við ætlum þá að hittast á bílastæðinu við Golfklúbb Reykjavíkur í Grafarholti kl. 10:30, og göngum þaðan kringum Grafarvoginn. Þetta er ekki eins löng ganga og síðast en samt bara nokkuð góð ganga.
Nú er að vora, fuglarnir eru farnir að viðra sig svo það verður væntanlega líf og fjör í Grafarvoginum á sunnudaginn. Samkvæmt veðurspá verður þurrt og þokkalega hlýtt miðað við árstíma og ekki mikill vindur.