Ættfræði – Genealogy
Nokkur undanfarin ár hef ég dundað við að taka saman ættir mínar, sérstaklega föðurættina sem er vestan af fjörðum, nánar tiltekið frá Ingjaldssandi í Önundarfirði. Hún virðist ekki hafa verið tekin saman áður. Ég kalla ættina Hraunsætt yngri, því til er eldra nafn á ættinni sem reyndar er þá rakin frá föður Eiríks Tómassonar og er hún kölluð Hraunsætt eldri. Hér er svo framætt ættarinnar frá Finni Eiríkssyni og systkinum hans. Ég vinn að uppfærslu á Hraunsættinni þar sem reynt verður að leiðrétta það sem ekki er rétt og bæta við niðjum eftir því sem þarf. Engu að síður getur verið að niðja vanti, sér staklega yngri kynslóðir. Ég vil því biðja þá sem vita betur að senda mér viðbætur og leiðréttingar á netfangið eirikur@eirikur.is.
Hraunsætt yngri
Niðjatal Eiríks Tómassonar í Hrauni á Ingjaldssandi
Listi yfir niðja
Móðurættin er úr Vestur-Skaftafellssýslu og mun hún koma hér líka eftir því sem hún vinnst. Ættin kallast Hlíðarætt í Skaftártungu og er rakin frá Jóni Jónssyni í Hlíð í Skaftártungu sem fæddur var árið 1775 á Eystri-Dal. Hann bjó frá árinu 1816 í Hlíð og dó þar árið 1835. Hluti af þessari ætt er Grasaættin sem kom út fyrir nokkrum árum. Hér er kominn hluti ættarinnar, frá langafa mínum, Sverri Magnússyni í Skálmarbæ.
Niðjatal Sverris Magnússonar sem síðast bjó í Skálmarbæ í Álftaveri
Ætt konu minnar, Önnu Gísladóttur, er Húsafellsætt sem út hefur komið, en fyrir nokkrum árum var ættingjamót haldið í Eyjafirði og í tilefni af því var gert niðjatal Axfjörð-ættarinnar sem hér er komið en þarfnast uppfærslu.
Niðjar Kristínar Jakobsdóttur og Sigfúsar Axfjörð Einarssonar á Krónustöðum í Eyjafirði